Þjónustuaðilar sem nota FLUID FILM til að meðhöndla ökutæki stór og smá. Þeir eru vel tækjum búnir til að úða öllum efnum frá FLUID FILM og hafa mikla þekkingu og reynslu í ryð og tæringarvörn. Helstu þjónustuaðilar sem nota Fluid Film eru Vaka hf Skútuvogi 8, Reykjavík – Classic Garage, Kársnesbraut 114 í Kópavogi og Ryðlausnir, Heiðargerði 13 í Vogum
Þeir veita ráðgjöf í hverju tilfelli fyrir sig hvaða efni hentar best, á hvaða stöðum með hliðsjón af aðstæðum, notkun o.þ.h.
Í holrými, svo sem inn í grindur og bakvið tanka er sett FLUID FILM NAZ, sem er mest selda efnið í dag frá FLUID FILM. Þessu efni er hægt að úða með einfaldri gerð undirvagns úðakönnu.
Þar sem ágangur vatns og vinda er meira, (innri brettakantar, sílsar að utanverðu o.þ.h) er notuð þykkari gerð sem skolast mun síður af FLUID FILM GEL.
FLUID FILM AR er þykkara og er borið á með pensli, rúllu eða öflugri dælu og úða tækjum.